Æfingaferð: Leikur vs Víking R

Í dag spiluðum við á móti Víking R úti á gervigrainu þeirra. A-liði spilaði á undan og vorum við betri fyrri hluta leiks en í seinni háfleik slitnaði aðeins á milli í vörninni og Víkingur skoraði, við áttum nokkuð góð færi sem við náðum ekki að nýta og klúðruðum einu víti. Niðurstaðn 1-0 tap.

Síðan spilaði  B-liðið á eftir þar vorum við mikið sterkari. Spiluðu vel á milli og voru duglegar að sækja og nýta sér glufur í vörninni hjá Víking. Silla, María og Birta Rós skoruðu allar eitt mark og endaði leikurinn með 3-0 sigri.

Á morgun eru síðan leikir við Breiðablik og setjum við inn umfjöllun annað kvöld

kv Þjálfarar, fararstjórar og stelpur

 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is