Keppnisferð suður 31.maí-1.júní 2014.

 

Leikir: Lau.31/5 kl 14 Valur-KA (A-lið) Hliðarendi
Lau.31/5 kl 16:30 Fylkir-KA (B-lið) Fylkisvöllur
Sun. 1/6 kl kl 13 HK/Víkingur-KA (A-lið) Kórinn-gervigras
Sun 1/6 kl 14:45 HK/Víkingur-KA (B-lið) Kórinn-gervigras

Mæting í KA heimilið laugardaginn 31.maí kl 6:45, brottför 7:00

Kostnaður: 15.000 kr sem greiðist við brottför. Auk þess þurfið þið að hafa vasapening til að kaupa ykkur mat á Subway/KFC á heimleiðinni ca 1000-1500 kr og pening til að fylla á nestið ef þarf.

Taka með hollt og gott nesti til að hafa á milli leikja og á suður og norðurleið.

Gist verður á Hótel Björk Brautarholti 22-24 105 Rvík

Borðað verður á N1 á leið suður, súpa og salatbar. 
Á laugardagskvöldinu borðið þið á Pottinum og Pönnunni sem er í sama húsi og hótelið. Þar fáið þið kjúlk.pasta og hvítlauksbrauð ásamt ávaxtasafa.
Fáið síðan morgunmat á hótelinu á sunnudagsmorgun og síðan 
verður stoppað í Mosfellsbæ á heimleið og þá geta þær valið að fara á Subway eða KFC (nota vasapeninginn).

Ef einhverjar vilja nota söfnunarpening þarf yngraárs gengið að hafa samband við Boggu á Minerva@tpostur.is og eldra árið að hafa samband við Örn á netfangið h7@talnet.is

Síðast en ekki síst að þá vantar okkur einn fararstjóra úr foreldrahópnum í ferðina, fyrstur kemur, fyrstur fær. Látið vita hér í athugasemdum ef þið getið tekið þetta að ykkur

Fótboltakveðjur
Foreldraráð 3.fl.kvk



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is