Æfingagjöld

Æfingagjöld eru viss þáttur í því að hægt sé að æfa fótbolta og hafa þjálfara á hverri æfingu. Mig langar að skora á ykkur að gana frá æfingagjöldum sem fyrst. Ef það eru einhverjar spurningar varðandi hvernig á að borga þá er hægt að senda póst á arnargautifinnsson@gmail.com.

þið farið inná http://ka.felog.is og þar er hægt að skrá iðkendur inn og borga æfingagjöldin. Þarna inni eru líka tómstundarávísanir frá akureyrarbæ.

Hægt er að velja tvennskonara leiðir
1. Æfingagjöld með fjáröflun
2. Æfingagjöld án fjáröflun.

Þarna er verið að gefa foreldrum kost á því að taka þátt í fjáröflun til að minnka æfingagjöldin. Einhversstaðar heyrði ég að það væri mögulega klósettpappírssala en ég ætla ekki að fullurða að svo sé en eitthvað í þeim dúr.

3. og 4.fl karla og kvenna hafa yfirleitt verið flokkar þar sem verst gengur að innheimta æfingagjöld. Það væri frábært ef okkar hópur myndi kljúfa sig úr þeirri umræðu

Eins og er eru 6 stelpur sem eru búið er að ganga frá æfingajöldum fyrir.

Endilega skoðið þessi mál og það er líka hægt að heyra í mér ef það er eitthvað óskýrt eða þið eruð með spurningar varðandi gjöldin.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is