Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
3. fl árgangar 2000-2002
Tímabilið 2015-2016 munu árgangar 2000-2002 skipa 3. flokk kvenna í knattspyrnu hjá KA.
Ástæðan afhverju 2002 fara ári of snemma upp um flokk er að samkvæmt iðkendatölum og við samtal þjálfara þá yrðu rúmlega 20 stelpur í báðum flokkum. Það hefði þýtt að við værum með 1,5 keppnislið í hvorum flokki sem hefði verið mjög óheppilegt. Sá fjöldi nægir ekki í tvö lið og hættan er að ef við hefðum sent eitt lið í hvorum flokki að of margar hefðu fengið of lítin spiltíma sem er ekki boðlegt.
Því ákvað yngriflokkaráð, yfirþjálfari og þjálfarar að þetta væri besta lausnin. Að senda til leiks tvö keppnislið í 3. fl (2000-2002) og eitt keppnislið í 4. fl (2003).
Ef það er eitthvað óljóst þá skal hafa samband við Alla yfirþjálfara yngriflokka (alli@ka.is / 691 6456) eða við Egil Ármann þjálfara (egill@ka.is / 626 6626).
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA